Páskarnir og trimmið

Jamm þetta gekk bara vel í páskafríinu notuðum tímann og veðrið velSmile Fórum mikið upp í Heiðmörk og gengum þar um í skóginum og mættum duglegum skokkurum í hörkuæfingum. Við nýttum okkur morgnana og fórum snemma af stað....besti tíminnWink 

Ég byrjaði að finna fyrir beinhimnubólgu eftir fyrstu skokkdagana og ákvað að hægja á mér og reyna að vinna mig út úr þessu  sem virðist bara ganga vel.  Svo byrja ég bara rólega aftur og sé hvað skeður.

En nú er páskafríið mitt búið og  vinna á morgunSmile og þá er að taka fram hjólið og hjóla í vinnu.  Verð komin með flott þol í sumar með þessu áframhaldi...er samt að hugsa..þarf sennilega að lyfta eitthvað með þessu og ætli ég skelli mér ekki í Body Pump í Baðhúsinu svona 2-3 í vikuSmile..jess þá er það ákveðið.

Meira seinna,

Bubba skokkariWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband