5.4.2009 | 17:14
Fyrstu skokkdagarnir
Hæ þið öll..
Ég er byrjuð að skokka...jamm ég segi það satt..Félagarnir Castro og Tito auðvitað hæstánægðir með kelluna. Þeir fara auðvitað með húsbónda sínum á hverjum degi og hvetja hana áfram
Í gær fórum við 3.5 km ganga/skokk (gleymdi að taka tímann) og í dag voru skokkaðir/smá kraftganga um 4 km
Þetta lofar bara góðu, en þess ber að geta að skokkarinn er að stíga upp úr erfiðum veikindum sem hafa seinkað þessu heilsuframtaki. Kannski best að hafa smá sjúkrasögu með:
Á konudaginn byrjaði gamanið..fann fyrir doða í tungu/vörum sem smá ágerðust og undir kvöldið var helmingur(hægri) andlitsins lamaður, þá erum við að tala um..munnvikið algerlega sigið niður,augnalok lokast ekki, engar hrukkur sjáanlegar á enni né í kring um augu. Þetta er kallað Bells lömun og læknar telja að þetta sé herpas veiran sem orsakar þetta. Ég er með mína herpes veiru frekar virka og hún liggur í andlitstaugum mínum (þetta er í þriðja skiptið sem ég fæ svona lömun). Þetta byrjar á því að ég finn fyrir miklum verk bak við eyrað sem leiðir fram í kjálka og MIKILL höfuðverkur fylgir með. Þessir verkir eru í ca 2 - 3 daga. Ég fékk strax stera og Valtrex lyf til að sporna við þessu..en læknar vita ekki hvort sterar hafa yfir höfuð einhver áhrif á veiruna en ég vil trúa því að þeir geri það því að verkirnir stoppuðu fljótlega eftir að ég byrjaði á þeim. En skaðinn er skeður og ég er lömuð í helmingi andlitsins. Nú er það tíminn sem læknar og auðvitað heilbrigt líferni..sem ég hef nú alltaf stundað. Í hin tvö skiptin hefur þetta gengið NÆSTUM alveg til baka þannig að það geri það líka núna
Þannig að nú er ég byrjuð að skokka...með tvo Husky-rakka með mér og ef þið sjáið konu með jöklasólgleraugu, sigbelti með tvo hunda bundna í, á hægu skokki, og virkar í fílu hægra megin í andlitinu þá er það ég..og ég er ekki í fílu
.
Bless þangað til næst,
BUBBA skokkari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.