Árið 2009/2010

Tók ákvörðun í kjölfar veikinda að breyta um lífsstíl.  Skrifaði t-póst til yndislegrar konu eftir að hafa lesið viðtal við hana í Vikunni.  Á þeim tímapunkti fór af stað ferli sem enn stendur yfir...ótrúlegt.  Ég byrjaði að skokka og smá jók við mig og tók síðan þátt í R-maraþoni (10 km) og náði frábærum tíma...tók reyndar þátt í fleiri hlaupum og gekk vel þar líka.  Lenti í álagsmeiðslum eftir R-maraþonið og leitaði ráða hjá henni Evu (konan í Vikunni) og hún gaf mér góð ráð og peppaði mig upp eins og reyndar netskokkhópurinn minn sem kallast Sigurvegarar.  Eva stofnaði þennan skokkhóp eftir viðtalið í Vikunni því það voru sko fleiri en ég sem sendu henni t-póst. Félagar í Sigurvegurum eru búsettir um allt land nánast en kemur ekki í veg fyrir það að við skokkum saman og veitum hver annari stuðning.Heart

Ég er búin að kveðja ca. 7 kg. á árinu og er mjög ánægð með það...

Búin að breyta mataræðinu og er nú mjög meðvituð hvað ég læt ofaní mig...engar öfgar samt...5-6 máltíðir á dag og ekkert eftir kvöldmat (var mjög dugleg í fóðrinu á kvöldin)..

Byrjaði að skokka ca 3 km til að byrja með og glímdi við beinhimnubólgu og ökklaverki nánast í allt sumar....er nú að skokka þetta 5 og upp í 8 km 5 -6 daga vikunnar og hjóla svo í vinnu þegar færi gefst...

Málið er að ég gafst ekki upp eins og svo oft áður, heldur sótti mér stuðning í hópinn minn og svo má ekki gleyma  www.hlaup.com sem er hlaupadagbók og þar skrái ég inn alla mína hreyfingu svo ég geti fylgst með árangrinum...  SNILLLLDDD....og veitir manni SKO aðhald....þú ferð að keppa við sjálfan þig þarna inni og ég skokka núna um og yfir 100 km á mánuðiSmile

Markmiðið mitt á síðasta ári var að geta skokkað á hverjum degi með hundana mína og ég er búin að ná því...samt held ég að það sé ekki hollt fyrir stoðkerfið og tek mér hvíld allavega 1 dag í viku...

Markmiðin mín fyrir árið 2010 eru nokkur og á öruggleg eftir að bætast við þau....

Auka vegalengdir í sumar...6 km-10 km...

Taka þátt í hlaupum og bæta tímann minn...

Hitta Evu og hina Sigurvegarana oftar...

Borða 1 epli á dag...seinnipartinn..(er mjög léleg í ávöxtum)(er reyndar með frosna ávexti í blöndunni minni á morgnana og stundum í hádeginu).

Hætta kókdrykkju...

Auka vatnsdrykkju ...

Ganga á fjöll í sumar...

Esjan 1 sinni í viku...snemma á morgnana....

Mánaðarmótin JAnúar/Febrúar byrja í styrktaræfingum 3x í viku..... (er að búa til tíma)...

meira seinna...

Bless á meðanKissing


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband