Árið 2009/2010

Tók ákvörðun í kjölfar veikinda að breyta um lífsstíl.  Skrifaði t-póst til yndislegrar konu eftir að hafa lesið viðtal við hana í Vikunni.  Á þeim tímapunkti fór af stað ferli sem enn stendur yfir...ótrúlegt.  Ég byrjaði að skokka og smá jók við mig og tók síðan þátt í R-maraþoni (10 km) og náði frábærum tíma...tók reyndar þátt í fleiri hlaupum og gekk vel þar líka.  Lenti í álagsmeiðslum eftir R-maraþonið og leitaði ráða hjá henni Evu (konan í Vikunni) og hún gaf mér góð ráð og peppaði mig upp eins og reyndar netskokkhópurinn minn sem kallast Sigurvegarar.  Eva stofnaði þennan skokkhóp eftir viðtalið í Vikunni því það voru sko fleiri en ég sem sendu henni t-póst. Félagar í Sigurvegurum eru búsettir um allt land nánast en kemur ekki í veg fyrir það að við skokkum saman og veitum hver annari stuðning.Heart

Ég er búin að kveðja ca. 7 kg. á árinu og er mjög ánægð með það...

Búin að breyta mataræðinu og er nú mjög meðvituð hvað ég læt ofaní mig...engar öfgar samt...5-6 máltíðir á dag og ekkert eftir kvöldmat (var mjög dugleg í fóðrinu á kvöldin)..

Byrjaði að skokka ca 3 km til að byrja með og glímdi við beinhimnubólgu og ökklaverki nánast í allt sumar....er nú að skokka þetta 5 og upp í 8 km 5 -6 daga vikunnar og hjóla svo í vinnu þegar færi gefst...

Málið er að ég gafst ekki upp eins og svo oft áður, heldur sótti mér stuðning í hópinn minn og svo má ekki gleyma  www.hlaup.com sem er hlaupadagbók og þar skrái ég inn alla mína hreyfingu svo ég geti fylgst með árangrinum...  SNILLLLDDD....og veitir manni SKO aðhald....þú ferð að keppa við sjálfan þig þarna inni og ég skokka núna um og yfir 100 km á mánuðiSmile

Markmiðið mitt á síðasta ári var að geta skokkað á hverjum degi með hundana mína og ég er búin að ná því...samt held ég að það sé ekki hollt fyrir stoðkerfið og tek mér hvíld allavega 1 dag í viku...

Markmiðin mín fyrir árið 2010 eru nokkur og á öruggleg eftir að bætast við þau....

Auka vegalengdir í sumar...6 km-10 km...

Taka þátt í hlaupum og bæta tímann minn...

Hitta Evu og hina Sigurvegarana oftar...

Borða 1 epli á dag...seinnipartinn..(er mjög léleg í ávöxtum)(er reyndar með frosna ávexti í blöndunni minni á morgnana og stundum í hádeginu).

Hætta kókdrykkju...

Auka vatnsdrykkju ...

Ganga á fjöll í sumar...

Esjan 1 sinni í viku...snemma á morgnana....

Mánaðarmótin JAnúar/Febrúar byrja í styrktaræfingum 3x í viku..... (er að búa til tíma)...

meira seinna...

Bless á meðanKissing


Ég er Sigurvegari !!!

Langt síðan síðast og margt og mikið gerst.  Ég er komin í skokkhóp sem kallast Sigurvegarar og yfirsigurvegari hópsins er hún Eva Margrét Einarsdóttir og hún er sko engill í mannsmyndSmile.  Við erum  nokkrar konur héðan og þaðan af landinu sem skokkum saman(í anda) og skiptumst á t-pósti, vigtum okkur saman, skráum inn hlaupaárangurinn okkar á  www.hlaup.com og peppum hvor aðra upp.  Eva sendir okkur svo sína fantagóðu pistla annað slagið og vekur okkur til umhugsunar um það sem skiptir máli.  Æðislegur félagsskapur verð ég að segjaHappy

Ég fór soldið geist af stað og fann fyrir álagsmeiðslum en hægði á mér og hvíldi á milli og þá lagaðist þetta. Ég fer með hundana mína í göngur og skokka svo 2x í viku með skokkhóp Íslandsbanka og einn vinnufélagi minn er með mér og hugsanlega fleiri á leiðinni..þannig að þetta smitar út frá sér. Síðan skokka ég um helgar með hundana með mér.

Markmiðið er að taka þátt í kvennahlaupinu, miðnæturhlaupinu, Reykjavíkurmaraþoninu og fara 10 km þarWhistling ákveðin í því. Ég stefni líka á það að geta skokkað á hverjum degi án þess að finna fyrir álagsverkjum..og það fer að koma að því.

Sumarið mitt fer í skokk, göngur með hundana..já við ætlum að fara úr Hafnarfirðinum og yfir í Selvoginn gangandi.. hundar og menn.. núna mjög fljótlega.

Varðandi veikindin mín þá er þetta allt upp á við og andlitið er allt að réttast..tekur einhvern tíma í viðbót en góðir hlutir gerast hægt. Ég var líka ákveðin í því þegar þetta gerðist að vinna með þetta á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og hef algerlega staðið við það. Í stað þess að loka mig inni þá byrjaði ég að skokka með aðstoð Evu Margrétar og kynntist fullt af frábærum konum sem eru að gera frábæra hluti fyrir sjálfan sig  og aðra.

Ég ætla að blogga vikuleg um skokkið, lífið og tilveruna..

Kv. Bubba.. skokkari og SigurvegariKissing 


Páskarnir og trimmið

Jamm þetta gekk bara vel í páskafríinu notuðum tímann og veðrið velSmile Fórum mikið upp í Heiðmörk og gengum þar um í skóginum og mættum duglegum skokkurum í hörkuæfingum. Við nýttum okkur morgnana og fórum snemma af stað....besti tíminnWink 

Ég byrjaði að finna fyrir beinhimnubólgu eftir fyrstu skokkdagana og ákvað að hægja á mér og reyna að vinna mig út úr þessu  sem virðist bara ganga vel.  Svo byrja ég bara rólega aftur og sé hvað skeður.

En nú er páskafríið mitt búið og  vinna á morgunSmile og þá er að taka fram hjólið og hjóla í vinnu.  Verð komin með flott þol í sumar með þessu áframhaldi...er samt að hugsa..þarf sennilega að lyfta eitthvað með þessu og ætli ég skelli mér ekki í Body Pump í Baðhúsinu svona 2-3 í vikuSmile..jess þá er það ákveðið.

Meira seinna,

Bubba skokkariWink


Kraftganga í dag...

OK..strengir í gær og í dag, tekið var tilit til þess og gengið af krafti í dagSmile  Gerðum okkur klár snemma í morgun og örkuðum af stað ákveðna leið...sem mér hefur verið tjáð (af vönum skokkurum í ónefndum skokkhóp) að sé u.þ.b. 5 km.  Skrefamælirinn settur á strenginn og arkað af stað..reyndar alveg viss um að gengið hafi verið hraðar en skokkað var í gærBlush en það er nú bara fínt. Þetta gekk nú bara stórslysalaust fyrir sig...félagarnir þurftu að gera nr. 2 fjórum sinnumShocking og auðvitað eru alltaf nóg af pokum með í för. Svo þarf að kenna ferfætlingunum mínum að það eru ekki allir jafn hrifnir af hundum og það má ekki heilsa neinum nema viðkomandi bjóði þeim það..en það er svoldið erfitt að skilja að ÖLLUM finnast þeir ekki sætastir og bestirWhistling Nú svo þurftum við að æfa það að mæta öðrum hundum og læra það að það má ekki heilsa þeim heldur og þá geta hundar orðið ....grumpyAngry Þannig að það er verið að æfa margt og mikið í einni ferð ef svo má segja og geri mér grein fyrir því að þetta tekur ALLT sinn tímaWounderingen góðir hlutir gerast hægt.

Mataræðið er svo annar kapítuli sem þarf að glíma við en það er í vinnslu og ég skrifa um það seinnaSideways

En það sem ég vildi líka koma að er það að skrefamælirinn minn sýndi bara 3 km á leið sem ég hef skokkað áður og var tjáð eins og áður sagði að væru 5 kmGetLost þarf að ath. þetta betur... 

Kissing frá Bubbu skokkara


Fyrstu skokkdagarnir

Hæ þið öll..

Ég er byrjuð að skokkaSmile...jamm ég segi það satt..Félagarnir Castro og Tito auðvitað hæstánægðir með kelluna.  Þeir fara auðvitað með húsbónda sínum á hverjum degi og hvetja hana áframWink  Í gær fórum við 3.5 km ganga/skokk (gleymdi að taka tímann) og í dag voru skokkaðir/smá kraftganga um 4 kmHappy

Þetta lofar bara góðu, en þess ber að geta að skokkarinn er að stíga upp úr erfiðum veikindum sem hafa seinkað þessu heilsuframtaki.  Kannski best að hafa smá sjúkrasögu með:

Á konudaginn byrjaði gamanið..fann fyrir doða í tungu/vörum sem smá ágerðust og undir kvöldið var helmingur(hægri) andlitsins lamaður, þá erum við að tala um..munnvikið algerlega sigið niður,augnalok lokast ekki, engar hrukkur sjáanlegar á enni né í kring um augu.  Þetta er kallað Bells lömun og læknar telja að þetta sé herpas veiran sem orsakar þetta.  Ég er með mína herpes veiru frekar virka og hún liggur í andlitstaugum mínum (þetta er í þriðja skiptið sem ég fæ svona lömun).  Þetta byrjar á því að ég finn fyrir miklum verk bak við eyrað sem leiðir fram í kjálka og MIKILL höfuðverkur fylgir með. Þessir verkir eru í ca 2 - 3 daga.  Ég fékk strax stera og Valtrex lyf til að sporna við þessu..en læknar vita ekki hvort sterar hafa yfir höfuð einhver áhrif á veiruna en ég vil trúa því að þeir geri það því að verkirnir stoppuðu fljótlega eftir að ég byrjaði á þeim. En skaðinn er skeður og ég er lömuð í helmingi andlitsins.  Nú er það tíminn sem læknar og auðvitað heilbrigt líferni..sem ég hef nú alltaf stundað. Í hin tvö skiptin hefur þetta gengið NÆSTUM alveg til baka þannig að það geri það líka núnaSmile

Þannig að nú er ég byrjuð að skokka...með tvo Husky-rakka með mérInLove og ef þið sjáið konu með jöklasólgleraugu, sigbelti með tvo hunda bundna í, á hægu skokki, og virkar í fílu hægra megin í andlitinu þá er það ég..og ég er ekki í fíluWink.

Bless þangað til næst,

BUBBA skokkari.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband